Hækkandi olíuverð og veikari gjaldmiðlar á svæðinu hjálpuðu til við að ýta gengi hlutabréfa í Asíu og nágrenni upp á við í nótt. Nikkei vísitalan í Japan hækkaði mest.

Vegna áætlana OPEC og bandalagsríkja þess um framleiðslutakmarkanir og hækkunar á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum virðist bjartsýni vera að aukast. Jafnframt sagði Alex Furber þjónustuaðili hjá CMC Markets að markaðsaðilar séu bjartsýnni á framtíðina nú þegar líkur virðast vera að minnka að Trump geti unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Í gær náði hráolíuverð sínu hæsta í gildi í heilt ár, í kjölfar yfirlýsinga Vladimir Putin Rússlandsforseta um að landið myndi styðja við aðgerðir OPEC um að draga úr heildarframboði olíu.

Í Kína hafði áhrif til lækkunar að hlutabréf í fasteignum og skyldum greinum tók stökk niður á við, en sterkari Bandaríkjadalur hafði áhrif til hækkunar á asíumörkuðum enda vörur svæðisins þeim mun samkeppnishæfari fyrir vikið.

Breytingar á helstu vísitölum svæðisins:

  • Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 0,98%
  • Kospi vísitalan í Suður Kóreu lækkaði um 1,21%
  • Taiwan Weigthed vísitalan lækkaði um 0,50%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,54%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan hækkaði um 0,55%
  • FTSE China A50 vísitalan hækkaði um 0,16%