Á þriðja ársfjórðungi hagnaðist hugbúnaðarrisinn Microsoft um 4,7 milljarða dollara, eða því sem samsvarar 540 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC .

Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hugbúnaðarhluta fyrirtækisins en hægst hefur á tölvusölu Microsoft.

Hlutabréf aldrei verðmætari

Hlutabréf í Microsoft hækkuðu um 6% eftir að tilkynnt var um hagnað fyrirtækisins og hlutabréf í Microsoft hafa aldrei verið verðmætari en bréf í félaginu stendur nú í 60,73 dollurum. Árið 1999 náðu gengi hlutabréfa í Microsoft hámarki en voru þá metin á 59,97 dollara.

Breyttar áherslur

Microsoft hefur breytt um áherslur á síðustu misserum og einbeita sér að hinni svokölluðu „cloud“ þjónustu. Satya Nadella, forstjóri Microsoft, sagði að þetta breytta umhverfi hafi hentað fyrirtækinu vel.