Gengi hlutabréfa í olíufélaginu N1 hafa fallið það sem af er degi í kjölfar frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um olíumarkaðinn sem var birt nú í morgun.

Hlutabréfaverðið hefur fallið sem nemur 2,61% það sem af er degi í 206 milljón króna viðskiptum.

Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að þörf sé á íhlutun á olíumarkaði og að tjón almennings vegna skorts á samkeppni sé á bilinu 4 til 4,5 milljarðar króna.