Heildarvelta hlutabréfaviðskipta á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 796 milljónum króna í dag, og úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 0,22%.

Aðeins eitt félag hreyfðist um yfir 1% upp eða niður: Icelandair með 2,14% hækkun í 72 milljón króna viðskiptum. Skeljungur og N1 hækkuðu auk þess lítillega, um 0,28% og 0,2% í 37 og 39 milljón króna viðskiptum, en önnur félög lækkuðu.

Mest viðskipti voru með bréf Arion Banka, sem auk þess lækkaði mest allra félaga, um 0,98% í 243 milljón króna viðskiptum. Reginn lækkaði um 0,26% í 99 milljón króna viðskiptum og Eik um 0,51% í 91 milljón króna viðskiptum. Þá lækkuðu heimavellir um 0,9% í 50 milljón króna viðskiptum.