Verðbréf í Evrópu og Asíu fóru lækkandi í hlutabréfaviðskiptum dagsins. Lækkunin er líklega tengd þeirri verðlækkun sem hefur orðið á Brent- og WTI vísitölum fyrir hráolíuverð.

Í Evrópu lækkaði Euro Stoxx 50 um 1,82% í viðskiptum dagsins, og FTSE 100 vísitalan bresta um 1,7%. Þá hefur þýska DAX lækkað um 1,59%.

Í Asíu voru markaðir rauðum megin - en japönsku vísitölurnar Nikkei og TOPIX lækkuðu um 0,64% og 0,7%. Hang Seng vísitalan kínverska lækkaði þá um 1,3%.

Ekki er ólíklegt að þessar lækkanir tengist því á einhvern hátt að verð á hráolíu hefur farið lækkandi - Brent hráolía lækkaði um 2,57% og WTI um 2,89%. Verðið er þá rétt undir 40 dalir.