Hlutabréf í samfélagsmiðlinum LinkedIn hafa fallið um sem nemur 40,82 % (klukkan 15:00) það sem af er degi.

LinkedIn var metið á sex milljarða dala þegar það var skráð á markað árið 2011 en markaðsverðmæti þess hækkaði upp í 37 milljarða dala en markaðsaðilar voru almenn bjartsýnir gagnvart möguleikum fyrirtækisins á að bæta við auglýsingum.

LinkedIn birti uppgjör eftir lokun markaða í gær en uppgjörið var undir væntingum. Sala á fysta ársfjórðungi ársins var 6% lægri en spáð hafði verið og tekjur á hvern hlut voru 27% lægri en spáð hafði verið.