*

laugardagur, 25. maí 2019
Erlent 6. desember 2018 19:02

Hlutabréfaverð fellur eftir handtöku

Hlutabréfaverð í kauphöllum Vestanhafs hefur fallið í dag í kjölfar handtöku fjármálastjóra kínverska tæknirisann Huawei.

Ritstjórn
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei.
epa

Hlutabréfaverð í kauphöllum Vestanhafs hefur fallið í dag í kjölfar lækkandi olíuverðs og handtöku, Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknirisann Huawei af kanadískum yfirvöldum vegna gruns um fjármálamisferli. WSJ greinir frá.

Kínversk stjórnvöld hafa mótmælt handtökunni harðlega. Handtakan þykir auka líkurnar á að viðskiptastríð Kínverja og Bandaríkjamanna harðni. Örfáir dagar eru liðnir síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, sömdu um að leggja ekki á frekari tolla næstu 90 daga. Í millitíðinni hyggjast þjóðirnar finna varanlegri lausn á viðskiptadeilu ríkjanna.

Dow Jones vísitalan féll um 1,9% og S&P500 vísitalan lækkað um 1,7%. Með lækkuninni er gildi beggja vísitalna orðið lægra en það var í upphafi ársins. Þá féll Nasdaq vísitalan um 2%.

Olíuverð féll mest um fimm prósent í dag eftir að Sadí Arabar gáfu út að OPEC og aðrar bandalagsþjóðir þeirra hygðust draga hægar úr olíuframleiðslu en búist var við. Verð á tunnu af Brent hráolíu fór hæst yfr 86 dollara á tunnu í byrjun október en stendur nú í 59 dollurum á tunnu. Þá óttast fjárfestar einnig að stýrivaxtahækkanir verði ákveðnar á næsta vaxtákvörðunarfundi bandaríska seðlabankans í desember.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim