*

mánudagur, 18. mars 2019
Erlent 18. september 2018 17:10

Hlutabréfaverð í Tesla lækkar

Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur opnað rannsókn á mögulegri markaðsmisnotkun hjá Tesla.

Ritstjórn
Elon Musk, forstjóri Tesla.

Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur opnað rannsókn á mögulegri markaðsmisnotkun hjá Tesla. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu lækkaði um 4% í kjölfarið á því að fréttir bárust af rannsókninni. Þetta kemur fram á BBC.

Forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, tweetaði um að afskrá fyrirtækið af markaði en hætti síðar við áformin.

„Ég er að íhuga að taka Tesla af markaði á verðinu 420 bandaríkjadollurum," ritaði hann á Twitter-aðgangi sínum þann 7. ágúst síðastliðinn. 

Tesla stóð nú þegar frammi fyrir opinberri rannsókn af hálfu verðbréfaeftirlitsins í Bandaríkjunum sökum málsins. 

Stikkorð: Tesla Elon Musk