Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,1% í febrúar og nam meðaldagsveltan 4,1 milljarða. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 16 milljarða í mánuðinum og er 767 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt GAMMA .

Í mánuðinum hækkuðu bréf mest í Marel eða um 18,5% og um 12,5% í Símanum en mest lækkun var í bréfum Icelandair 32,6% og Högum 5,2%.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í febrúar og nam meðaldagsveltan 8,2 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 1 milljarð og er 2.602 milljarðar.

Skuldabréfavísitalan og vísitala fyrirtækjaskuldabréfa

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI hækkaði um 0,3% í febrúar og nam meðal dagsveltan 3,7 milljörðum. Verðtryggja vísitalan lækkaði um 0,4% á meðan sú óverðtryggja hækkaði um 1,9%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkar um 17 milljarða og er nú 1.524 milljarða króna. Líftími vísitölunnar hækkar um 0,1 og er 8 ár.

„Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,2% í febrúar og nam meðaldagsveltan 453 milljónum, þar af hækkaði sértryggða vísitalan GAMMAcb um 0,3% í mánuðinum og nam meðaldagsveltan 313 milljónum,“ er tekið fram í fréttinni.