*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 26. febrúar 2019 11:48

Hlutafélögum fækkar á ný eftir hrun

Skráðum hlutafélögum fækkaði árið 2017 frá fyrra ári, eftir að hafa fjölgað samfleytt frá árinu 2010.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eftir samfellda fjölgun skráninga hlutafélaga og einkahlutafélaga frá árinu 2010, virðast nýjustu tölur benda til að þeim sé byrjað að fækka á ný.

Árið 2017 fækkaði nýskráðum hlutafélögum og einkahlutafélögum í fyrsta skipti eftir samflellda aukningu á milli ára frá árinu 2010 að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Nam fækkunin 3,5%, úr 2.672 skráðum hlutafélögum árið 2016 í 2.578 skráð félög árið 2017.

Hlutafélögum fækkaði mikið eftir hrun, þó ekki fyrr en árið 2010, en enn var aukning á milli áranna 2008 og 2009, eða úr 2.571 í 2.642 félög. Fækkunin til ársins 2010 var hins vegar umtalverð, eða 38,3%, niður í 1.630 félög.

Síðan þá hefur verið nokkuð jafn stígandi í fjölgun félaga á milli ára, eða 4,6% til ársins 2011 þegar féögin voru 1.706, 3,5% til ársins 2012, þegar þau voru 1.765, síðan kom 10,6% stökk árið 2013, upp í 1.952 félög, 5,5% árið 2014 upp í 2.059 félög, loks enn meira stökk árið 2015 þegar fjölgunin nam 16,1%, upp í 2.391 félag og svo 11,8% fjölgun árið 2016 upp í 2.672 áður en félögunum fór svo að fækka á ný eins og áður segir.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim