Nýherji hf. hefur aukið hlutafé sitt um ríflega 8,7 milljónir króna að nafnverði. Stjórn félagsins tók ákvörðun um hækkun hlutafjársins á fundi sínum í dag. Hlutafjáraukningin er til þess að mæta innlausn starfsmanna á kauprétti sem tilkynnt var um þann 31. mars síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu Nýherja til Kauphallarinnar.

Hlutafé Nýherja fyrir hækkunina var 450 milljón krónur að nafnvirði og að henni lokinni ríflega 458,7 milljónir að nafnverði. Hver hlutur í Nýherja er ein króna að nafnvirði eða margfeldi þar af. Eitt atkvæði fylgir hverri krónu hlutafjár. Nýherji á 171.169 eigin hluti.