Samkvæmt samþykkt hluthafafundar VÍS frá 27. júní verður hlutafé félagsins lækkað um 250 milljónir að nafnvirði með útgreiðslu að fjárhæð 1,8 milljarðs króna, sem fram fer á morgun, fimmtudag.

Útgreiðslan verður í formi hlutabréfa í Kviku banka, en hverjum hluthafa mun bjóðast að selja félaginu allt að 2000 hluti á markaðsvirði, sem svarar í dag til rétt rúmlega 16 þúsund króna.

Greiðslan mun miða við gengið 8,0, sem þýðir að 225 milljón hlutir í Kviku verða afhentir hluthöfum. Við afhendinguna verður eignarhlutur VÍS í Kviku tæpir 177 milljón hlutir, og fer undir 10%.

Hluturinn telst því ekki lengur virkur eignarhlutur, sem þýðir að VÍS má, og mun, eftir breytinguna færa eignarhlut sinn á markaðsvirði í stað hlutdeildar. Við þetta myndast gengishagnaður upp á rétt um 500 milljónir, sem er rúmlega 54% hækkun bókfærðs virði hlutarins.