Mikill vöxtur í ferðaþjónustu veldur því að hlutfall erlendra ríkisborgara af vinnuafli nálgast að verði hærra en fyrir hrun. Þetta kemur fram í viðtali Fréttablaðsins við Karl Sigurðssonar, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun.

Með hruninu lækkaði hlutfall erlendra ríkisborgara af vinnuafli úr tíu niður í átta prósent. Nú er svo komið að hlutfallið er á milli níu og tíu prósent.  Samkvæmt Karli fór störfum að fjölga árið 2012 og síðan hefur orðið mikil aukning. Til urðu sex þúsund ný störf 2015 og stefnir í jafn mörg störf 2016.

Í viðtalinu segir að áætla megi að sá tími sé að koma að við þurfum tvö til þrjú þúsund erlenda starfsmenn á ári. Eftirspurnin fyrir hrun var örari og snerist um byggingariðnaðinn og fór í aðrar greinar út frá því. Fyrst og fremst komu karlmenn.

Umhverfið er hinsvegar breytt frá því sem áður var. „Þetta er miklu hægara núna, er tengt ferðaþjónustu að mestu leyti og nú koma bæði konur og karlar. Það hefur þó verið vaxandi eftirspurn eftir erlendu vinnuafli í byggingariðnaði í lok síðasta árs og í ár,“ segir Karl.