Ríflegur meirihluti þjóðarinnar notar samfélagsmiðla af einhverju tagi og hefur notkun þeirra færst í aukana síðastliðin ár. Ekki eru tiltækar nýlegar mælingar á notkun Íslendinga á samfélagsmiðlum en samkvæmt Samfélagsmælingu Gallup frá því í maí í fyrra notuðu 89% Íslendinga 18 ára og eldri samfélagsmiðilinn Facebook en næstvinsælasti miðill Íslendinga er Snapchat þar sem 46% fullorðinna einstaklinga notaði þann miðil á þeim tíma.

Gallup mun framkvæma aðra könnun í lok maí en samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu eru vísbendingar um að notkun Íslendinga á Snapchat hafi tvöfaldast á milli ára. Nú þegar slíkir miðlar hafa náð ákveðinni fótfestu hjá íslenskum neytendum er vert að kanna hvernig fyrirtæki notfæra sér slíka miðla í markaðssetningu og með hvaða árangri. Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru flestir sammála um að mörg íslensk fyrirtæki hafi náð ágætri færni í notkun slíkra miðla þótt margt megi bæta. Mörg ónýtt tækifæri eru á slíkum miðlum að mati sérfróðra en þeir krefjast annarra áherslna en aðrir miðlar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .