Þegar fyrir lá að Kvika banki og Gamma Capital Management höfðu náð samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á öllu hlutafé í því síðarnefnda var það gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Kviku banka og samþykkt Samkeppniseftirlitsins.

Nú hefur verið boðað til hluthafafundarins, og verður hann haldinn þriðjudaginn 18. desember næstkomandi, í fundarsal A+B á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Fyrir fundinum liggja þrjú mál, það er auk samþykktar um sameininguna, með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila, eru tvö önnur mál fyrir fundinum.

Það er annars vegar tillaga stjórnar um fjölgun undirnefnda stjórnar úr einni í þremur, það er að til komi áhættunefnd, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Hins vegar verður tekin ákvörðun um þóknun til nefndarmanna í fyrrnefndum nefndum.