*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 25. apríl 2019 13:05

Hluti tjóns Valitor fellur á Landsbankann

Samkvæmt ákvæði í kaupsamningi Arion á 38% hlut Landsbankans ber hann hluta tjónsins vegna málsins.

Ritstjórn
Viðar Þorkelsson hefur verið forstjóri Valitor frá árinu 2010.
Haraldur Guðjónsson

Hluti af því tjóni sem Valitor verður fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. mun falla á Landsbankann. Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins í morgun.

Ábyrgð Landsbankans á rætur sínar að rekja til ákvæðis í kaupsamningi 38% hlutar kortafyrirtækisins sem Arion banki keypti af honum árið 2014.

Haft er eftir Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, að ákvæðið sé ekki óvanalegt í slíkum viðskiptum, en með því hafi bankinn verið að ábyrgjast tiltekna kosti eignarinnar, sem kaupverðið hafi endurspeglað.

Stikkorð: Arion banki Landsbankinn Valitor
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim