Breski fjárfestingarsjóðurinn CF Miton UK Multi Cap Income hefur í vikunni keypt verulegan hlut í þremur fyrirtækjum í íslensku kauphöllinni. Á sjóðurinn nú 2,02% í Sjóvá Almennum, 1,79% í VÍS og 1,49% í Símanum.

Á sjóðurinn 31.608.102 hluti í Sjóvá Almennum tryggingum, 41.083.006 hluti í Vátryggingarfélagi Íslands og 143.445.000 hluti í Símanum.

  • Miðað við lokaverð á Sjóvá-Almennum við lok viðskipta í gær, sem var 18,10 er verðmæti hlutar sjóðsins í félaginu nú um 572 milljónir króna
  • Miðað við lokaverð á VÍS í gær, sem var 10,98, er verðmæti sjóðsins í félaginu nú um 451 milljón króna.
  • Miðað við lokaverð á Símanum í gær sem var 3,85 er verðmæti hlutarins í félaginu nú um 552 milljónir.

Samanlagt gerir þetta um 1.575 milljónir króna.

Sjóðurinn er í eigu fagfjárfestasjóðsins Miton Group sem er með tæpa 3 milljarða í stýringu. Gervais Williams og Martin Turner eru sjóðstjórar í CF Miton UK Multi Cap Income sjóðnum en stefna hans er að fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, aðallega í kauphöllinni í London.