Hlynur Sigurðsson hefur verið ráðinn til kvikmynda- og framleiðslufyrirtækisins Stórveldisins

Hann mun starfa við framleiðslu. „Það er mikið af skemmtilegu efni sem verið er að framleiða og ég mun koma með einum eða öðrum hætti að því,“ segir hann. „Hér er allt morandi í hæfileikaríku fólki og ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni,“ bætir hann við. Sem dæmi nefnir hann að verið er að framleiða Áramótaskaupið og Borð fyrir fimm sem er sýnt á Skjá einum.

Hlynur er menntaður stjórnmálafræðingur og er með mba frá Copenhagen Business School. Hann var meðal annars fréttamaður á RÚV og tók þátt í að stofna og reka mbl sjónvarp .