Heimsmeistaramótið í fótbolta hefur fangað hug og hjarta margra þessa dagana og tekið yfir heilu vinnustaðina. Heyra má í leikjum úr heyrnartólum starfsmanna og lítið annað er rætt á mörgum vinnukaffistofum en síðasti leikur. Neal Taparia framkvæmdastjóri Imagine Easy Solutions í tímaritinu Forbes mælir með því að nýta HM glápið til sóknar.

Taparia bendir á að oft hefur verið rætt um að framleiðni minnki á meðan á stórmótum stendur, á meðan á HM 2010 stóð var áætlað að 15 milljarðar hafi glatast í Bandaríska hagkerfinu og svipað hefur gerst í öðrum löndum á meðan á Ólympíuleikunum stóð.

Taparia bendir á að þrátt fyrir þetta viðskiptatap sé margt gott sem má nýta úr HM glápinu. Vinnustaðurinn þjappast saman og starfsmenn geta orðið nánari og því betri í að vinna saman einnig má nota samtöl um HM við framtíðarviðskiptavini til að stækka tengslanetið til viðskipta.

Hann bendir á að það sé engin leið til að forðast HM gláp og því mælir hann með því að:

1. Leyfa starfsmönnum að horfa á leikina. Þeir geta unnið tímann upp seinna og verða fyrir vikið einbeittari í verkefnunum.

2. Sýna leikina í fundarherbergjum, til þess að samstarfsmenn geti tengst betur.

3. Halda skrifstofu veðmál um leikina.