H&M hefur samið við Capacent um ráðningar starfsfólks fyrirtækisins á Íslandi, og verður ráðið í á þriðja tug starfa í janúar og febrúar.

H&M hefur rekstur tveggja verslana í Smáralind og Kringlunni í haust, en störfin sem um ræðir er stjórnunarstörf eins og verslunarstjórar, deildarstjórar, rekstrarstjórar og markað- og upplýsingafulltrúa, auk útstillingarfólks.

Munu þeir stjórnendur sem verða ráðnir hefja störf í apríl og/eða maí og verða þeir þá sendir í þjálfun erlendis. Þeir munu svo taka þátt í uppsetningu og opnun nýju verslananna.

Í önnur störf í verslunum H&M verður ráðið síðar á árinu, en alls er stefnt að ráðningu um hundrað til hundrað og fimmtíu einstaklinga í störf hér á landi.

Um allan heim er H&M með yfir 4.000 verslanir, á 64 mörkuðum og í heildina starfa um 160 þúsund manns hjá fyrirtækinu.