Fyrstu þúsund gestirnir í verslun H&M sem opnar í hádeginu á morgun fá gjafabréf en andvirði þeirra fer frá 25 þúsund krónum niður í 1.500 krónur.

Í gærkvöldi, fimmtudaginn 24. ágúst 2017, bauð H & M Hennes & Mauritz AB (H&M) fjölda gesta að sjá fyrstu verslunina sem staðsett er í Smáralind. Formleg hátíðaropnun verslunarinnar mun eiga sér stað á morgunn laugardaginn 26. ágúst á hádegi kl. 12:00.

Það ríkti mikil eftirvænting fyrir viðburðinum og hljóp gestafjöldinn á sjöunda hundraði. Á meðal gesta voru þekkt andlit sem voru mynduð á rauða dreglinum að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Viðburðinn sóttu tónlistarfólk, leikarar, dansarar, tískubloggarar og fjölmiðlafólk. Viðburðurinn átti sér stað í verslun H&M í Smáralind þar sem gestum var boðið að versla allt það nýjasta sem má finna í deildum verslunarinnar.

Er gestina bar að garði mætti þeim rauður dregill sem spannaði 47,5 metra og náði upp að aðalinngangi verslunarinnar. Nokkrir af gestum kvöldsins, þar á meðal matarbloggarinn og fyrirsætan Jennifer Berg, klæddust flíkum úr sérstakri línu H&M sem ber nafnið Studio AW17. Línan verður fáanleg í versluninni í Smáralind þann 14. september næstkomandi.

Plötusnúður kvöldsins var DJ Þura Stína og skapaði hún skemmtilega stemmningu í byrjun kvölds. Næst á eftir steig hin hæfileikaríka söngkona Karó á svið og þar á eftir hin rísandi stjarna Glowie. Aðalflytjandi kvöldsins var svo hinn kyngimagnaði Emmsjé Gauti sem breytti verslunargólfinu í dansgólf og flutti öll sín bestu lög af mikilli leikni.

Formleg hátíðaropnun H&M á Íslandi mun eiga sér stað laugardaginn 26. ágúst næstkomandi með niðurtalningu og loks verður klippt á rauða borðann. Fyrsti gesturinn sem ber að garði hlýtur 25.000 kr. gjafabréf, næsti í röðinni fær 20.000 kr. gjafabréf og þriðji gesturinn fær 15.000 kr. gjafabréf. Næstu þúsund gestirnir fá gjafabréf að andvirði 1.500 kr. og fallegan gjafapoka. Á opnunardaginn verður 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar.