H&M mun opna sína þriðju verslun hér á landi þann 12. október næstkomandi, í nýreistum verslunarkjarna á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. H&M verslunin á Hafnartorgi mun einnig hýsa fyrstu H&M Home á Íslandi.

Verslunin verður um 2.400 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. H&M verður fyrsta verslunin til að opna í verslunarkjarnanum á Hafnartorgi.

„Við erum ótrúlega spennt yfir því að vera að opna verslun á glæsilegu nýju svæði í hjarta borgarinnar og kynna í leiðinni H&M Home fyrir Íslendingum. Síðan við opnuðum fyrstu verslun okkar á Íslandi hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum og nú bætist H&M Home í flóruna. Við erum virkilega spennt fyrir framtíðinni og öllu því sem koma skal.” Er haft eftir Dirk Roennefahrt, svæðisstjóra H&M á Íslandi og í Noregi í tilkynningu frá fataversluninni um málið.

Í verslun H&M á Hafnartorgi verður að sögn fáanlegur dömu- og herrafatnaður ásamt barnafatnaði, skóm, aukahlutum og Home-vörum.