Kínverska stórfyrirtækið HNA Group hefur eytt fjölda milljarða dollara. Félagið hefur staðið í stórræðum á síðustu misserum og eru meðal annars stærstu hluthafar í Deutsche Bank og Hilton. Starfsmenn HNA eru um 400 þúsund um heim allan og stefna þeir á frekari vöxt á alþjóðavísu. Fyrirtækið var stofnað árið 1993,og á hlut í Hainan Airlines, einu af stærstu flugfélögum Kína.

Forstjóri HNA, Adam Tan, sagði í viðtali við BBC , að fyrirtækið væri fullt sjálfstrausts. Áætlun félagsins byggist á því að fjárfesta í fyrirtækjum þvert á framboðskeðjuna (e. supply chain). Til að mynda, ef þú ferðast þá sér fyrirtæki í eigu HNA um að meðhöndla farangurinn þinn, þú borðar á veitingastað þeirra á flugvellinum og gistir á hóteli félagsins.

Forsvarsmenn HNA hafa mikla trú á Bretlandi og Lundúnum en fyrirtækið keypti tvær fokdýrar byggingar í Canary Wharf í Lundúnum. „Ég hef enn fulla trú á Bretlandi, sama hvort að það sé hluti af Evrópusambandinu eða fyrir utan Evrópusambandið,“ sagði Tan í viðtalinu. Að sögn Chan hefur fyrirtækið vaxið og dafna án aðstoðar kínverskra stjórnvalda.