*

þriðjudagur, 24. október 2017
Innlent 16. júní 2017 11:43

„Hófleg verðbólga á komandi misserum“

Greining Íslandsbanka telur að haldist undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands út yfirstandandi ár og mælist 2,1% í desember.

Ritstjórn
Ólíklegt er að verðbólgudraugurinn láti kræla á sér á næstunni að mati Íslandsbanka.
Haraldur Guðjónsson

Að mati Greiningar Íslandsbanka er útlit fyrir áframhaldandi hóflega verðbólgu hér á landi á spátímabili bankans svo lengi sem gengi krónu gefur ekki verulega eftir. Áhrif af aukinni samkeppni mun koma fram á næstunni að mati greiningardeildarinnar og halda aftur af verðbólgu á næstunni. 

Greining Íslandsbanka telur að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands út yfirstandandi ár og mælist 2,1% í desember næstkomandi. Hins vegar verður verðbólgutakturinn heldur hraðari í spá bankans eftir því sem líður á næsta vetur. Áætlað er að verðbólga verði að jafnaði 2,5% á næsta ári og 2,8% árið 2019. 

„Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,2 í júní frá fyrri mánuði. Miðað við þá spá verður verðbólga óbreytt í 1,7% frá síðasta mánuði. Verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa batnað nokkuð frá síðustu spá. Er nú útlit fyrir að verðbólga fari ekki yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrr en á seinni hluta næsta árs, og verði að jafnaði undir 3,0% út árið 2019,“ segir í greiningu bankans.