*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 18. ágúst 2018 18:11

Samdráttur hjá Logos

Tekjur lögmannsstofunnar Logos drógust saman um 10% milli 2016 og 2017, og hagnaður um 14%.

Ritstjórn
Helga Melkorka Óttarsdóttir er meðeigandi og faglegur framkvæmdastjóri Logos.
Haraldur Guðjónsson

Tekjur lögmannsskrifstofunnar Logos drógust saman um 10% milli 2016 og 2017 og námu rétt rúmum 2 milljörðum.

Hagnaðurinn dróst saman um 14% og nam um 500 milljónum króna. Ársverkum fækkaði um tvö og hálft og voru 66,7, launakostnaður dróst saman um 5% og var rétt tæpar 800 milljónir og rekstrarkostnaður í heild dróst saman um 6% og var 1.258 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 89% en var 114% árið áður. Helga Melkorka Óttarsdóttir er meðeigandi og faglegur framkvæmdastjóri stofunnar.

Stikkorð: Logos Helga Melkorka