*

laugardagur, 23. mars 2019
Innlent 9. desember 2018 10:02

Hóflegur vöxtur hjá Pylsuvagninum

Pylsuvagninn á Selfossi greiddi eigenda sínum, Ingunni Guðmundsdóttur, 19 milljóna arð á síðasta ári.

Ritstjórn

Tekjur Pylsuvagnsins á Selfossi námu 184 milljónum króna á síðasta ári og jukust um 6,7% milli ára. Rekstrargjöld námu 153 milljónum og jukust um 6,1%, og rekstrarhagnaður nam því 30,5 milljónum og jókst um tæp 10%.

Endanlegur hagnaður nam 21,2 milljónum og jókst um 8,5%. Heildareignir námu 38 milljónum um síðustu áramót og jukust um 10%. Skuldir námu 13,4 milljónum, og eigið fé því 24,6 milljónum, og eiginfjárhlutfall 65%, en það var óbreytt milli ára.

Félagið greiddi 19 milljónir í arð á árinu 2017 vegna rekstrarársins 2016, en þá voru greiddar 13,8 milljónir í arð. Pylsuvagninn var stofnaður 1984 og er í eigu Ingunnar Guðmundsdóttur.