*

laugardagur, 19. janúar 2019
Erlent 3. desember 2014 17:38

Höfnuðu fjárlagafrumvarpinu í Svíþjóð

Svíar munu kjósa 22. mars næstkomandi þar sem fjárlagafrumvarpinu var hafnað fyrr í dag.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Boðað hefur verið til kosninga í Svíþjóð eftir að sænska þingið felldi fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar jafnaðarmanna og græningja í atkvæðagreiðslu í gær. Þetta tilkynnti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í gær en kosið verður 22. mars næstkomandi. Löfven situr út desember og hefur þá verið í embætti í þrjá mánuði. Fjárlagafrumvarp mið- og hægriflokkanna í stjórnarandstöðu var samþykkt og réðu þar úrslitum atkvæði Svíþjóðademókrata. Löfven gangrýndi mið- og hægriflokkana fyrir að hafa ekki viljað semja um lausn heldur færa Svíþjóðardemókrötum völd en þeir eru þekktir fyrir harða stefnu í innflytjendamálum. Fjallað er um málið á síðu Danmarks Radio.

Lars Hovbakke Sørensen, stjónrmálasérfræðingur og lektor við Kaupmannahafnarháskóla, segir Löfven hafa verið kominn út í horn og ekkert annað hafi verið í stöðunni. 

Stikkorð: Stefan Löfven