Samninganefnd Sjómannasambands Íslands hefur hafnað gagntilboði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem að SFS gerði sambandinu í gær. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins . Þar er haft eftir Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins, að línan hafi verið dregin við það sem kom fram í fyrradag og vísaði þar með tilboð sem sambandið gerði SFS.

Nú hefur verkfallið staðið yfir í tvo mánuði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, segir að það komi til greina að grípa til almennra aðgerða í deilunni. Þorgerður segir í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að hún sé þó enn mótfallinn sértækum aðgerðum og telur það ekki rétt að endurvekja sjómannaafsláttinn að nýju. Hún sé þó tilbúin að skoða allt sem hægt sé að flokka undir almennar aðgerðir til að hjálpa til í deilunni.

Þorgerður var þó ekki tilbúin að svara því beint hvort að hún væri tilbúin til að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa. Ekki er búið að boða til annars fundar í deilunni.