*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Innlent 17. ágúst 2017 10:59

Höft ýta undir gengissveiflur

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir í samtali við Morgunblaðið að höft á innflæði erlends fjármagns leiði til þess að krónan sveiflist enn meira en efni standa til.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 16% gagnvart evru og 11% gagnvart Bandaríkjadollar frá júní. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir í samtali við Morgunblaðið að höft á innflæði erlends fjármagns leiði til þess að krónan sveiflist enn meira en efni standa til.

Agnar Tómas vonast eftir því að Seðlabankinn vonist til þess að Seðlabankinn bregðist við með skynsamlegum hætti og afnemi innflæðishöftin. „Ef af yrði gæti krónan fundið jafnvægi og dregið yrði úr gengissveiflun,“ bætir hann við. 

Einnig er bent á að á sama tíma og lífeyrissjóðir dragi sig út af innlendum skuldabréfamarkaði séu erlendir skuldabréfafjárfestar að mestu leyti útilokaðir af skuldabréfamarkaðnum.