Alþjóðlegar höfuðstöðvar Snap, móðurfélags Snapchat, verða staðsettar í Lundúnum. Fyrirtækið syndir því á móti straumnum þar sem að flest bandarísk fyrirtæki velja ríki á borð við Írland og Lúxembúrg fyrir alþjóðlegar höfuðstöðvar sínar. Frá þessu er greint í frétt CNN .

Höfuðstöðvar Snap í Bandaríkjunum eru staðsettar 300 mílur frá bænum Venice, í suðurhluta Silicon Valley. „Í Bretlandi er stór hluti auglýsingakúnna okkar, sem og 10 milljón notendur Snapchat,“ er haft eftir Claire Valoti, framkvæmdastjóra Snap.

Fyrirtækið hefur einungis nokkrar starfsstöðvar utan Bandaríkjanna þar á meðal í: París, Sydney, Toronto og Odessa í Úkraínu. Fyrirtækjaskattur í Bretlandi er með þeim lægstu í Evrópu og er 20 prósent. Breska ríkisstjórnin hefur ýjað að því að lækka hann enn frekar til þess að laða að sér stórfyrirtæki á borð við Snap.

Á Írlandi eru fyrirtækjaskattar enn lægri, eða 12,5 prósent, þar eru alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrirtækja á borð við Apple, Google, Facebook og Twitter staðsettar. Þó að Bretar gangi úr Evrópusambandinu, þó eru Írar enn meðlimir ESB.