Hálfur lítri af ókolsýrðu vatni kostar um ellefu krónur í Costco á Íslandi. Verðið er því um fimm krónum lægra en skilagjald plastflöskunnar.

Vatnið er selt undir vörumerki Kirkland og kostar magnpakkinn með 40 flöskum 449 krónur.

Þar sem skilagjaldið er 16 krónur hjá Endurvinnslunni, myndu einstaklingar því hagnast um 191 krónur á hverjum pakka sem yrði skilað.

Um er að ræða 42,5% mismun, svo hægt er að ímynda sér einstaklinga stunda högnun. Þó ber að hafa í huga að fólk þarf að hella úr flöskunum sem það ætlar að skila.