Francois Hollande, forseti Frakklands hefur lýst því yfir sem hann kallar efnahagslegu neyðarástandi og segir tíma til kominn að endurhugsa efnahagskerfi og samfélagsgerð landsins.

Holland lagði fram fjölda efnahagsumbóta sem eiga að lífga við staðnaðann efnahag Frakklands og lækka atvinnuleysi í landinu. Hann tók sérstaklega fram að hann myndi ekki hreyfa við 35 klukkustunda vinnuvikunni eða taka sér aukin völd vegna neyðarástandsins.

Aðgerðirnar munu leysa um þrangan stakk atvinnurekenda gagnvart starfsmönnum og hvetja fyrirtæki til að auka við ráðningar, auk þess sem stjórnvöld munu beita sér fyrir því starfsþjálfun fyrir um 500.000 manns. Hollande sagði að aðgerðirnar væru nauðsynlega til að uppfæra efnahag Frakklands til að mæta alþjóðlegri samkeppni.