*

fimmtudagur, 21. mars 2019
Erlent 27. júní 2017 18:06

Hollenska ríkið selur í ríkisbankanum

Stjórnvöld í Hollandi hyggjast taka næsta skref í áttina að því að einkavæða ABN bankann að fullu.

Ritstjórn
epa

Ríkisstjórn Hollands hyggst selja 7% hlut í í ríkisbankanum ABN Amro Group NV. Hollenska ríkið á nú um 70% hlut í bankanum sem er þriðji stærsti banki Hollands en eignarhluturinn mun verða 63% þegar af sölunni verður. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg.

Ástæðan fyrir sölunni er sú að stjórnvöld vilja nýta sér aukna eftirspurn eftir hlutabréfum evrópskra banka til að stíga næsta skerf í átt að því að einkavæða bankann að fullu. Áætlar ríkið að um 65 milljónir hluta verði seldir í útboðinu.

Hollenska ríkið hefur smám saman selt 30% í ABN eftir að bankinn var settur á markað fyrir tveimur árum síðan eftir að hafa eignast allt hlutafé bankans árið 2008 þegar ABN AMRO og Fortis voru sameinaðir í einn banka. Kostaði björgunaraðgerðin hollenska skattgreiðendur 16,8 milljarða evra. 

Stikkorð: Holland ABN AMRO