*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 18. mars 2019 11:13

Home&you til Íslands

Stærsta húsbúnaðarverslun Póllands, Home&you, mun opna hér á landi um miðjan apríl.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Home&you er stærsta húsbúnaðarverslun Póllands en verslunin selur fallegar og vandaðar heimilisvörur á sanngjörnu verði. Fyrsta verslunin var opnuð árið 2006 í Póllandi og aðeins fjórum árum síðar var Home&you orðin stærsta húsbúnaðarverslun Póllands. Í dag eru verslanirnar yfir 150 talsins í 10 löndum og mun fyrsta Home&you verslunin á Norðurlöndunum opna hér á Íslandi. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Verslunin mun opna um miðjan apríl og verður hún staðsett í yfir 250 fermetra húsnæði í Skeifunni.

„Með einstöku vali á fallegum og góðum heimilsvörum hjálpum við til við að búa til stílhreint og hagnýtt fyrirkomulag fyrir stofuna, svefnherbergið, barnaherbergið, eldhúsið, borðstofuna og baðherbergið.Við munum leggja metnað okkar í að bjóða fallegar og vandaðar vörur á góðu verði. Úrvalið verður fjölbreytt en við verðum með yfir 15.000 vörunúmer á hverjum tíma. Einnig er mikið gert úr árstíðabundnum vörum. Við erum gífurlega spennt yfir því að geta boðið vörur Home&you á Íslandi en margir þekkja verslunina enda vinsæl í mörgum löndum og þá sérstaklega í Póllandi" sagði Anna Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Home&you á Íslandi. 

Stikkorð: Home&you
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim