Metfjöldi íbúða á yfir 100 milljón Bandaríkjadali, eða því sem nemur 10,6 milljarða, voru seldar í fyrra, eða 10 talsins. Þar af voru fjórar seldar í Hong Kong að því er fram kemur í alþjóðlegri fasteignamarkaðskönnun sem Christie´s hefur birt.

Tvær slíkar íbúðir voru seldar í Lundúnum og færðust við það niður í annað sæti í fyrsta skipti síðan listinn varð fyrst til fyrir fimm árum síðan. New York borg heldur þriðja sætinu.

Þó mjög vel gangi á toppi lúxusmarkaðarins, hefur dregið úr sölu á ódýrari lúxusíbúðum. Var samdráttur á síðasta ári í íbúðum sem kostuðu að minnsta kosti eina milljón bandaríkjadali um 1%, en árið 2015 jókst salan á slíkum íbúðum um 8% og 16% árið 2014. Jafnframt hefur meðaltíminn sem það hefur tekið að selja lúxusíbúð aukist um 13%, í 220 daga.