Nýlega var greint frá því að Hóras ehf. (Viking) og Álafoss ehf. hefðu hafið framleiðslu og sölu á ullarvörum sem svipar mjög til ákveðinna vara sem framleiddar eru af Drífu ehf. Drífa framleiðir m.a. ullarfatnað undir vörumerkjunum Icewear og Norwear.

Fram kom í tilkynningu frá Drífu að verslanirnar sem eiga í hlut hafi um árabili verið í viðskiptum við Drífu og selt framleiðsluvörur fyrirtækisins. Því töldu forsvarsmenn Drífu ólíklegt að tilviljun ein hafi ráðið för enda hafi vörur félagsins selst vel í umræddum verslunum, ekki síst á meðal erlendra ferðamanna á Íslandi.

Í flestum tilvikum liggur mikil vinna og kostnaður að baki hönnun. Það er á ábyrgð þess sem hannar vöru, hvers eðlis sem hún er, að gæta að skráningu hennar. Nú er rétt að taka fram að hönnun getur í mörgum tilvikum verið mjög afstæð. Í því tilviki sem fjallað er um hér að ofan, má auðveldlega halda því fram að Drífa ehf. hafi ekki fundið upp húfur og vettlinga. Það má öllum vera ljóst. En máli er alls ekki svo einfalt.

Hér má sjá sjónvarpsfrétt VB Sjónvarps um þessi mál.

Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.