*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 29. september 2012 18:25

Hönnun ítrekað stolið

Hönnuðir lenda ítrekað í því að hönnun þeirra sé stolið með tilheyrandi tekjutapi. Þó er erfitt að festa hendur á tjóninu.

Gísli Freyr Valdórsson
Eftir að hafa selt vörur Icewear í mörg ár fóru einstaka verslanir að láta framleiða fyrir sig samskonar vörur sem byggja á hönnun annarra. Fjölmörg dæmi eru um slíkt.
Haraldur Guðjónsson

Nýlega var greint frá því að Hóras ehf. (Viking) og Álafoss ehf. hefðu hafið framleiðslu og sölu á ullarvörum sem svipar mjög til ákveðinna vara sem framleiddar eru af Drífu ehf. Drífa framleiðir m.a. ullarfatnað undir vörumerkjunum Icewear og Norwear.

Fram kom í tilkynningu frá Drífu að verslanirnar sem eiga í hlut hafi um árabili verið í viðskiptum við Drífu og selt framleiðsluvörur fyrirtækisins. Því töldu forsvarsmenn Drífu ólíklegt að tilviljun ein hafi ráðið för enda hafi vörur félagsins selst vel í umræddum verslunum, ekki síst á meðal erlendra ferðamanna á Íslandi.

Í flestum tilvikum liggur mikil vinna og kostnaður að baki hönnun. Það er á ábyrgð þess sem hannar vöru, hvers eðlis sem hún er, að gæta að skráningu hennar. Nú er rétt að taka fram að hönnun getur í mörgum tilvikum verið mjög afstæð. Í því tilviki sem fjallað er um hér að ofan, má auðveldlega halda því fram að Drífa ehf. hafi ekki fundið upp húfur og vettlinga. Það má öllum vera ljóst. En máli er alls ekki svo einfalt.

 

Hér má sjá sjónvarpsfrétt VB Sjónvarps um þessi mál.

 Nánar er fjallað um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Hönnun Drífa ehf. Icewear Hugverk
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim