*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 7. apríl 2019 12:23

Horfur dökkar í Þýskalandi

Talsvert hefur hægt á tannhjólum efnahagskerfis Þýskalands undanfarna mánuði.

Ritstjórn
epa

Síðustu dagar hafa borið með sér leiðinleg tíðindi fyrir þýska hagkerfið. Samkvæmt tölum frá hagstofunni þar ytra dróst framleiðsla í iðnaði, að raforku- og byggingageirunum undanskildum, saman í febrúar. 

Talsvert hefur hægt á tannhjólum efnahagskerfis Þýskalands undanfarna mánuði en á síðustu sex mánuðum síðasta árs var hagvöxtur lítill sem enginn. Þrátt fyrir það er staða á atvinnumarkaði nokkuð góð en atvinnuleysi mælist nú 3,1 prósent. Það er með því minnsta í heiminum en aðeins Tékkland, Ísland og Japan skáka Þjóðverjum. 

Samhliða þessu hefur hagkerfi ESB kólnað enda er Þýskalands tæplega þriðjungur þess. Þannig þó allt standi í stað á öðrum vígstöðvum dregur Þýskaland alla niður. Atvinnuleysi í sambandinu mælist nú tæp átta prósent en í þremur ríkjum er það í tveggja stafa tölu, nánar tiltekið á Ítalíu, Spáni og í Grikklandi. Í síðastnefnda landinu er tæplega einn af hverjum fimm án vinnu.

Þýskaland er þriðji stærsti útflytjandi heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. Minni hagvöxtur í Kína hefur dregið úr eftirspurn erlendra vara en Kína er afar mikilvægur markaður fyrir Þjóðverja. Ál- og stáltollar Bandaríkjaforseta spila einnig sína rullu og komi til þess að tollar á innflutta bíla hækki, líkt og Trump hefur boðað, gæti það haft all slæmar afleiðingar fyrir Þýskaland og evrusvæðið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim