Framtakssjóðurinn Horn II hefur fest kaup á fyrirtækjunum Hópbílum og Hagvögnum. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag.

Seljendur eru Gísli J. Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hópbíla, og aðrir tengdir aðilar. Hagvagnar annast ferðir á vegum Strætó, sér í lagi til og frá höfuðborgarsvæðinu. Hópbílar er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri hópferðabíla.

Hagnaður ársins 2015 hjá Hópbílum nam 273 milljónum samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Velta ársins hjá fyrirtækinu var 1,6 milljarður. Í efnahagsreikningi fyrirtækisins eru biðfreiðar og tæki bókfæri á 641 milljón króna og eigið fé fyrirtækisins 601 milljón.

Framtakssjóðurinn Horn III slhf . er í rekstri Landsbréfa hf.