Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á fimm stjörnu hóteli við Hörpu hefjist snemma á næsta ári og að hótelið verði opnað árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Carpenter Holding. En bandaríska fasteignafélagið Carpenter & Company verður leiðandi fjárfestir í byggingu hótelsins.

Hótelið verður starfrækt undir merkjum alþjóðlega viðurkenndrar hótelkeðju. Tilkynnt verður síðar í dag um hvaða hótelkeðja hefur orðið fyrir valinu.

VB.is greindi frá því í apríl að útlit væri fyrir að framkvæmdir við bygginguna myndu hefjast í haust og að hótelið tæki til starfa vorið 2018. Því er ljóst að framkvæmdir hefjast síðar en útlit var áður fyrir.