Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka nýtti fyrsta viðskiptadaginn með bréf í bankanum til að kaupa 120 þúsund bréf í bankanum. Samkvæmt tilkynningu kauphallarinnar keypti hann á genginu 6,785 sænskar krónur sem gerir um 82,90 krónur íslenskar fyrir hvert bréf.

Samtals gerir það um 10 milljónir íslenskar krónur fyrir viðbótarhlutina, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun keypti hann fyrir um 15 milljónir króna í útboðsferli bankans síðustu daga. Sama gerðu ýmsir aðrir forsvarsmenn og stjórnarmenn í bankanum.