Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í samtali við Ríkisútvarpið að hann sé viss um að afnám hafta hafa haft jákvæð áhrif á kaup sjóða á 29% hlut í Arion banka , sem hafa verið í býgerð í talsverðan tíma.

„Þetta eru alvöru fjárfestar, að leggja fram mikla fjármuni af því að þeir hafa trú á Íslandi og Arion banka,“ segir bankastjórinn.

Hann bætir við að með innkomu nýrra hluthafa geta einnig komið inn nýjar áherslur, en Höskuldur sér ekki fyrir sér neitt dramatískt í þeim efnum. Bankastjórinn segir einnig að bankinn hafi ekki tök á því að vita hvaða persónur standa að baki sjóðunum sem keyptu tæplega 30% hlut í Arion banka.

„Það er nú þannig að við höfum ekki tök að vita það frekar en bara í eignastýringafélögum hér þetta er náttúrulega einhverjir mismunandi fjárfestar og við höfum ekki, erum ekki í aðstöðu til að þekkja það,“ segir hann.