Hótel Keflavík hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera meðal þeirra fyrirtækja sem sem hlotið hafa toppeiknunn frá gestum vefsíðunnar Tripadvisor. Samkvæmt þessu er hótelið meðað þeirra 10% sem þykja hvað best á heimsvísu. Greint er frá þessu í frétt Víkurfrétta .

„Það eru okkur á Hótel Keflavík mikil gleðitíðindi að hótelið skuli vera valið í þennan gæðahóp hótela og þjónustuaðila sem aðeins tíu prósent af þeim allra bestu lenda í,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi Hótel Keflavíkur.

„Þetta er sértaklega áhugavert þegar haft er í huga að niðurstaðan byggir á síðustu 12 mánuðum en þá voru fæstar af þeim miklu breytingingum sem við erum nú að vinna í ekki orðnar að veruleika. Má þar nefna þau 30 herbergi og baðherbergi sem við höfum verið að taka alveg í gegn, nýtt útlit að utan, ásamt öðrum breytingum.“