*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Innlent 24. maí 2018 11:21

Hótel Keflavík vill 30 milljónir frá WOW

Landsréttur hafnaði dómskvaðningu matsmanna á grundvelli þess að kærugögn voru ekki afhent innan tilsetts tíma.

Ritstjórn
Hótel Keflavík

Hótel Keflavík höfðaði mál á hendur WOW air sökum meintrar ógreiddrar þjónustu. Þetta kemur fram í dómi Landsréttar. Málið snerist um innheimtu 13 reikninga frá árinu 2016. Hótel Keflavík fer fram á 31.487.776 króna auk dráttarvaxta. Eru reikngarnir vegna hótelgistingar, fæðiskostnaðar og aksturs farþega sóknaraðila. Þetta kemur fram í dómi Landsréttar þar sem WOW óskaði eftir að dómskvaddir matsmenn myndu fara yfir málið. 

Héraðsdómur Reykjanes hafði hafnað beiðni WOW air um dómskvaðningu matsmanna og því áfrýjaði WOW til Landsréttar. 

Málinu var vísað frá Landsrétti á þeim grundvelli að kærugögn voru ekki afhent innan tveggja vikna.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim