Átta rannsóknarverkefni hlutu nýverið styrk úr nýjum Rannsóknasjóði Háskólans í Reykjavík. Markmið með sjóðnum er að styrkja öflugt rannsóknarstarf við skólann. Heildarupphæð styrkjana er 42.720.000 kr. og er hver styrkur af svipaðri stærð og styrkir Rannsóknarsjóðs Vísinda- og tækniráðs til doktorsnema 2018. Styrkirnir eru veittir til eins árs í senn.

Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirtalin:

  • Geðheilsa kvenna á meðgöngu og áhrif þess á þroska barna sinna
  • Heilahristingur meðal íslenskra íþróttamanna: Nýgengi, vanstarfsemi í heiladingli og geðræn heilsa
  • Opin vandamál í jöfnurökfræði ferla
  • Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu
  • Orkusamband ESB - áhrif á íslenskan orkurétt
  • Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun
  • Hitarafstraumsflutningur í kjarnaskeljarnanóvírar
  • Majorana ástönd í kjarnaskeljarnanóvírar