*

mánudagur, 21. janúar 2019
Fólk 8. nóvember 2018 15:27

Hrannar stýrir ADHD samtökunum

Hrannar Björn Arnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.

Ritstjórn
Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.

Hrannar Björn Arnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ADHD samtakanna og hefur þegar hafið störf.

Hrannar Björn hefur undanfarin fimm ár starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks jafnaðarmanna í Norðurlandaráði, en áður starfaði hann m.a. sem aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, borgarfulltrúi R-listans, sölu- þjónustu og markaðsstjóri auk þess að hafa stofnað og stýrt eigin fyrirtækjum um árabil. Hrannar Björn hefur MBA gráðu frá Háskóla Íslands.

ADHD samtökin fagna 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir sem og fjölskyldum þeirra en tæplega 3000 fjölskyldur eiga aðild að samtökunum. ADHD samtökin eru aðilar að Öryrkjabandalagi Íslands og einn fjögurra stofnaðila Ráðgjafamiðstöðvarinnar Sjónarhóls.