Verð hráolíu á heimsmarkaðnum hefur hækkað í dag. Brent-hráolía hækkaði um 4,34% í dag, meðan West Texas hráolía hækkaði um 3,34%. Meðal þess sem gerðist í dag og gæti hafa haft talsverð áhrif á olíuverðið er að Rússland sagðist eiga í viðræðum við stóra olíuframleiðendur varðandi lausnir á verðfallinu.

Lausnin felst líklega í takmörkun á framleiðslu eða framboði framleiðenda, sem er langt umfram eftirspurn fyrir vörunni. Þess að auki sýndu hagræn gögn frá Bandaríkjunum að skammtímaeftirspurn á stóran skala hefði aukist. Þetta tvennt stuðlaði líklega að hækkun olíuverðs, auk þess sem það hefur líklega haldið markaðsvísitölum nær núllpunkti en ella.

Apple og Boeing féllu langt í mörkuðum dagsins. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um áðan lækkaði gengi með bréf Apple um 4,4% í dag, en auk þess féll gengi hlutabréfa Boeing um heil 6,6%. Verð bréfa flugvéla- og hergagnaframleiðandans gæti náð lægstu lægðum síðan árið 2011 ef fram gengur sem horfir.