*

miðvikudagur, 22. maí 2019
Fólk 11. mars 2019 14:51

Hrefna nýr þjóðskjalavörður

Nýr þjóðskjalavörður, Hrefna Róbertsdóttir, tekur við, en hún hefur starfað sem sviðstjóri hjá Þjóðskjalasafninu.

Ritstjórn
Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipaður þjóðskjalavörður.
Aðsend mynd

Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Hrefna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi árið 2008. Hún var áður sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands, fyrst á skjalasviði og síðar varðveislu- og miðlunarsviði.

Áður starfaði Hrefna hjá Þjóðminjasafni Íslands sem sviðsstjóri rannsókna- og varðveislusviðs, sem forstöðumaður Árbæjarsafns og settur borgarminjavörður og kennari við sagnfræðideild Háskóla Íslands. 

Hrefna hefur komið að ritstjórn og útgáfu fjölmargra ritverka og sinnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum.
Hún hefur meðal annars setið í framkvæmdastjórn Þjóðskjalasafnsins frá árinu 2009 og verið fulltrúi safnsins í Landsnefnd íslenskra sagnfræðinga og hjá samráðshópi opinberra skjalasafna.

Hún er núverandi forseti Sögufélagsins og var áður formaður Sagnfræðingafélag Íslands. Þá er hún einnig félagi í norrænni samráðsnefnd sagnfræðinga.

Um Þjóðskjalasafnið

Þjóðskjalasafn Íslands geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki sem framkvæmdaraðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar auk þess að vera opinbert skjalasafn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim