Hrefna Sif Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Tix miðasölu að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hrefna Sif er ekki ókunnug miðasölubransanum en hún hefur unnið í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, allt frá opnun árið 2011. Þar starfaði hún síðast sem miðasölustjóri.

Hrefna Sif útskrifast frá Háskólanum á Akureyri síðar á þessu ári úr fjölmiðla- og viðskiptafræði. Hrefna Sif er í sambúð með Sigvalda Agli Lárussyni fjármálastjóra og hún á eitt barn.

Um Tix miðasölu:

Tix miðasala, sem á og rekur vefinn Tix.is, selur miða fyrir þriðja aðila á hina ýmsu viðburði ásamt því að útvega leik- og tónlistarhúsum miðasölukerfi til notkunar. Tix miðasala var stofnuð í lok september 2014 og var vefurinn formlega opnaður 1. október sama ár.

Starfsmenn Tix hafa samanlagt yfir 20 ára reynslu í miðasölu og þróun miðasölukerfa. Þeir hafa starfað fyrir miðasölufyrirtæki á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Rúmeníu.

Í þessum löndum hafa þeir sett upp miðasölukerfi fyrir öll helstu leik- og tónlistarhús og ber þar hæst að nefna Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús, tónlistarhúsið í Árósum, Tívolí í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio, tónlistarhúsið í Stavanger, norsku óperuna og Gautaborgaróperuna.