*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 20. júní 2018 14:01

Hreyfingar í hluthafahóp Kviku

Sigurður Bollason fjárfestir hefur bætt við sig hlut í bankanum og er sá hlutur nú ríflega 9,5%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Undanfarnar vikur hafa verið hreyfingar á hluthafahóp Kviku banka þetta kemur fram í Fréttablaðinu sem kom út í morgun. 

Sigurður Bollason fjárfestir hefur bætt við hlut sinn í fjárfestingabankanum í gegnum félagið RES II. Nú nemur sá hlutur ríflega 9,5%.

Þá hefur Guðmundur Steinar Jónsson kenndur við Sjólaskip útgerðarfélag selt 1,1% hlut sinn og á þá nú um 3,3% hlut í bankanum.