Samantekt á snörpustu ofurtölvum heimsins, sem kölluð er Top500, metur sem svo að hraðasta tölva heims sé í Kína þetta árið - það sjöunda í röð. Þá á Kína einnig flestar tölvurnar á Top500 listanum sem er fyrsta sinn sem þjóðin á flestar tölvur á listanum. Þetta kemur fram í frétt New York Times.

Þá er það einnig í fyrsta sinn sem snarpasta ofurtölva heimsins notast við kínverska örgjörva. Hingað til hafa þær ávallt notast við bandaríska örgjörva frá kísildalsfyrirtækjum á borð við Intel. Þetta kann að vera merki um það að hið tæknilega forskot sem Bandaríkin höfðu á aðrar þjóðir sé að verða minna með hverju árinu sem líður.

Innan ýmissa vísindalegra samfélaga eru ofurtölvur taldar einskonar mælikvarði á það hversu langt hver þjóð er komin í tæknilegri þróun sinni. Þær eru mikilvægar, bráðnauðsynlegar raunar, þegar kemur að þungavigtarútreikningum sem þörf er á í vopna- og lyfjaþróun, hönnun bíla og annarra neytendavara.